Íþróttir

Thelma Dís verður ekki áfram með Keflavík
Thelma Dís í leik með Cardinals.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 14. júní 2021 kl. 11:35

Thelma Dís verður ekki áfram með Keflavík

Thelma Dís Ágústsdóttir, sem kom til Keflavíkur úr úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna eftir að hafa lokið námi í Bandaríkjunum, mun leika áfram með Ball State Cardinals í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili.

Thelma Dís lauk grunnámi sínu í vor en hún mun nú hefja meistaranám við Ball State háskólann og halda áfram að spila fyrir Cardinals. Meistaranám Thelmu tekur tvö ár svo það er ljóst að Keflvíkingar munu ekki fá að njóta krafta hennar á næstunni.

Thelma varð Íslandsmeistari með liði Keflavíkur áður en hún hélt í nám til Bandaríkjanna, þá var hún einnig valin besti leikmaður tímabilsins 2016–2017 og á síðasta tímabili með Ball State skilaði Thelma ellefu stigum, fimm fráköstum og tveimur stoðsendingum að meðaltali í leik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það er Karfan.is sem greinir frá þessu.