RVK Asian
RVK Asian

Íþróttir

Sveindís Jane skoraði þrennu með U19
Tvíburasysturnar og Sveindís Jane keppa á Spáni með U19 landsliði Íslands.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 8. mars 2020 kl. 10:31

Sveindís Jane skoraði þrennu með U19

Keflavíkurmærin Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrjú mörk í 1:4 sigri U19 landsliðs Íslands á Sviss. Liðið vann svo 7:1 sigur á Ítalíu og 2:0 gegn Þýskalandi.

Tvíburar Katla María og Íris Una Þórðardóttir  komu einnig við sögu í öllum leikjunum. Þessir þrír leikmenn sem léku með Keflavík undanfarin ár, hafa allar skipt um félag en Keflavík féll úr efstu deild í fyrra. Sveindís fór til Breiðabliks og tvíburarnir fóru til Fylkis. Þær verða því allar með liðum í efstu deild í sumar.

Í meðfylgjandi myndskeiði úr leiknum við Sviss má sjá mörk Íslands.

Jflka