Nettó
Nettó

Íþróttir

Sara vann í London og tryggði sér á heimsleikana
Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 15:44

Sara vann í London og tryggði sér á heimsleikana

Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sigraði á móti sem haldið var í London um sl. helgi. Með sigrinum tryggði hún sér þátttökurétt á heimsleikunum sem fara fram í ágúst.

Sara endaði með 682 stig en í 2. og 3. sæti voru keppendur frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Sara hefur tvisvar lent í 3. sæti á leikunum og einu sinni í 4. sæti.

 
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs