Nettó
Nettó

Íþróttir

Risaslagur í Blue höllinni þegar Keflavík fær Njarðvík í heimsókn
Mánudagur 7. janúar 2019 kl. 12:44

Risaslagur í Blue höllinni þegar Keflavík fær Njarðvík í heimsókn

Það verður risa nágrannaslagur í Domino’s deildinni í körfubolta í kvöld, mánudag þegar Keflvíkingar frá granna sína úr Njarðvík í heimsókn. þeir grænu geta tyllt sér einir á toppinn með sigri því Tindastóll tapaði í gær.
Fyrri leikur liðanna var í fyrstu umferðinni en þá sigraði Njarðvík og hreinlega stal sigrinum því Keflavík hafði leitt nær allan leikinn.
Það má búast við hörkuleik en heimamenn mæta með nýjan útlending, hinn hávaxna Litháa Mindaugas Kacinas. Njarðvíkingar hafa verið á mikilli siglingu með Elvar Má Friðriksson í fremstu víglínu gríðarlega öflugan.
Leikurinn hefst kl. 19 í Blue höllinni.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs