Íþróttir

Rafíþróttadeild Keflavíkur formlega stofnuð
Alexander Aron að keppa í FIFA. Aðsend mynd.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 23. október 2020 kl. 15:30

Rafíþróttadeild Keflavíkur formlega stofnuð

Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, hefur ákveðið að stofna rafíþróttadeild innan sinna raða. Stofnfundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 28. október næstkomandi í íþróttahúsinu við Sunnubraut og hefst klukkan 20:00.

Víkurfréttir birtu fyrir skemmstu viðtal við Alexander Aron Hannesson sem keppir fyrir hönd Keflavíkur í úrvalsdeild KSÍ í efótbolta.

Vegna fjöldatakmarkana þarf að takmarka fjölda fundargesta og er fólk því vinsamlega beðið að skrá sig á fundinn hér.
 
Einnig er hægt að senda póst á [email protected] fyrir skráningu eða upplýsingar.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024