Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu með tveggja stiga mun
Logi Gunnarsson var stigahæstur með 30 stig en það dugi heimamönnum ekki. VF-myndir/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 22:01

Njarðvíkingar töpuðu með tveggja stiga mun

Það var mikil spenna á lokamínútunum í Njarðtaksgryfjunni þegar Njarðvíkingar töpuðu fyrir Haukum með tveggja stiga mun í leik liðanna í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 85-87 e staðan í hálfleik var

Gestirnir úr Haukum náði forystu í upphafi leiks og náðu mest 13 stiga forskoti en munurinn var þó yfirleitt ekki mikill . Njarðvík jafnaði 84-84 þegar rúm mínúta var til leiksloka en Haukarnir náðu að knýja fram sigur í spennandi leik á síðustu sekúndunum. Heimamenn áttu möguleika á að jafna á síðustu sekúndunni. Logi Gunnarsson átti þá þriggjastiga skot sem geigaði.  Mario Matasovic náði frákastinu en hitti ekki í lokaskoti leiksins og Haukar fögnuðu sigri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hinn 39 ára Logi Gunnarsson var maður leiksins og skoraði 30 stig en það dugði heimamönnum ekki til sigurs.

Gestirnir voru með fimm stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en heimamenn minnkuðu muninn og voru 3 stigum undir í hálfleik. Haukar juku aftur forskotið í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar voru sterkari í lokaleikhlutanum en náðu ekki að klára dæmið.

Njarðvík-Haukar 85-87 (14-19, 25-27, 16-20, 30-21)

Njarðvík: Logi  Gunnarsson 30, Rodney Glasgow Jr. 20/4 fráköst/7 stoðsendingar, Mario Matasovic 18/14 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/4 fráköst/6 stoðsendingar, Adam Eidur  Asgeirsson 3, Jon Arnor Sverrisson 2/4 fráköst/7 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 2, Elías Bjarki Pálsson 0, Gunnar Már Sigmundsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Matasovic náði ekki að jafna á síðustu sekúndu leiksins.

Jón Arnór Sverrisson sækir að körfu Hauka.

Njarðvík - Haukar // körfuknattleikur 14. janúar 2021