Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni
Föstudagur 5. febrúar 2021 kl. 12:00

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni

Njarðvíkingar urðu að lúta í gras gegn meisturum Stjörnunnar Domino’s deild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í gær. Lokatölur urðu 88-96.

Leikurinn var jafn allan tímann en Stjarnan þó í forystu allan tímann og leiddi í hálfleik með 9 stiga mun. Njarðvíkingar voru sterkari í þriðja leikhluta en náðu ekki að klára dæmið og máttu þola tap 88-96.

Njarðvíkingar eru í 5.-8. sæti í jafnri deild og hafa unnið fjóra og tapað fjórum leikjum.

Njarðvík-Stjarnan 88-96 (25-28, 21-27, 27-22, 15-19)

Njarðvík: Rodney Glasgow Jr. 18/4 fráköst, Antonio Hester 18/11 fráköst, Logi  Gunnarsson 18, Jón Arnór Sverrisson 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8, Mario Matasovic 7/5 fráköst/3 varin skot, Veigar Páll Alexandersson 4, Adam Eidur  Asgeirsson 0, Gunnar Már Sigmundsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.