Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Njarðvíkingar með sigurmarkið í blálokin
Miðvikudagur 15. ágúst 2018 kl. 10:16

Njarðvíkingar með sigurmarkið í blálokin

Njarðvíkingar unnu mikilvægan og góðan sigur á Haukum á útivelli í gær í Inkasso-deildinni í knattspyrnu. Sigurmark UMFN kom á 88. mín. Sannkallaður vinnusigur í erfiðum leik.

Brynjar Freyr Garðarsson kom Njarðvíkingum á bragðið á 40. mín. þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins. Heimamenn í Hafnarfirði náðu með harðfylgni og einum færri að jafna á 87. mín. Súrir í bragði tóku Njarðvíkingar miðju. Boltinn barst til Arnórs Björnssonar sem náði mögnuðu skot á marki. Bylmingsskot hans fór í slánna og inn fyrir marklínuna og það reyndist sigurmark Njarðvíkinga sem hafa verið í erfiðri baráttu í Inkasso-deildini í sumar.

Með sigrinum lyfti UMFN sér upp í 7.-8. sæti og er með 16 stig. Tvö neðstu liðin í 11. og 12. sæti eru Selfoss og Magni með 12 stig.

Brynjar Freyr Garðarsson skoraði fyrsta mark UMFN.