Íþróttir

Njarðvík náði aðeins jafntefli á Dalvík
Úr leik Njarðvíkur og Þróttar fyrr í sumar, markaskorarinn Kári Daníel við það að komast í færi. Úr myndasafni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 27. júlí 2020 kl. 16:12

Njarðvík náði aðeins jafntefli á Dalvík

Njarðvíkingar léku í 2. deild karla á Dalvíkurvelli í gær gegn Dalvík/Reyni sem situr í fallsæti ásamt Völsungi. Fyrir leik var búist við sigri Njarðvíkur en ekkert er öruggt í fótboltanum.

Bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik

Það var Dalvík/Reynir sem byrjaði betur og komst yfir á 11. mínútu leiksins. Kári Daníel Alexandersson jafnaði fyrir Njarðvík skömmu fyrir leikhlé og þar við sat. Svekkjandi jafntefli niðurstaðan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvík er eitt þeirra liða sem hafa sett stefnuna á sæti í Lengjudeildinni að ári. Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Haukum, en með jafntefli misstu þeir Fjarðabyggð upp fyrir sig og eru nú fjórum stigum á eftir Haukum sem verma efsta sæti um sinn. Kórdrengir geta endurheimt toppsæti deildarinnar í kvöld en þá mæta þeir Þrótti Vogum á Framvellinum.