Nettó
Nettó

Íþróttir

Mikil viðurkenning fyrir Jón Axel
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 15:53

Mikil viðurkenning fyrir Jón Axel

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, er í hópi þeirra sem til­nefnd­ir væru fyr­ir sér­stak­lega góða frammistöðu með Davidson háskólanum í efstu deild banda­ríska há­skóla­körfu­bolt­ans í vet­ur.

Í heildina voru 55 leikmenn nefndir til sögunnar, þar sem að 17 fengu titilinn „All-American“, en Jón er ásamt 38 öðrum í því sem kallast gæti „honorable mention“, eða næstir inn. Er hann þar í góðum hópi verðandi atvinnumanna í íþróttinni, þar sem einhver nafnanna eru talin næstum örugg inn í NBA deildina fyrir næsta tímabil.

Ljóst er að um risastóra nafnbót er að ræða fyrir Jón, sem var að enda við að klára sitt þriðja tímabil hjá Davidson. 

Helena Sverr­is­dótt­ir er eini Íslend­ing­ur­inn sem áður hef­ur kom­ist í svona loka­hóp í banda­ríska há­skóla­körfu­bolt­an­um en hún var val­in sem ein af 45 bestu í Banda­ríkj­un­um árið 2010.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs