Íþróttir

KSÍ frestar mótahaldi um viku
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 19:53

KSÍ frestar mótahaldi um viku

Nú síðdegis fundaði stjórn Knattspyrnusambands Íslands og tók þá ákvörðun að fresta öllu mótahaldi um viku. Á vef KSÍ segir m.a.:

„Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

[...] Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja.“

Það er því ljóst að ekkert verður keppt í íþróttum á næstunni – að undanskyldum rafíþróttum en í Víkurfréttum vikunnar er viðtal við Alexander Aron Hannesson sem keppir í úrvalsdeild KSÍ í e fótbolta.