Íþróttir

Keflvíkingar unnu á Völlunum
Hörður Axel var góður gegn Haukum og skoraði 13 stig og gaf 14 stoðsendingar. VF-mynd/hilmarbragi.
Mánudagur 18. janúar 2021 kl. 21:43

Keflvíkingar unnu á Völlunum

Keflavík er komið með tvo sigra úr fyrstu tveimur umferðunum í Domino’s deild karla í körfubolta eftir útisigur á Haukum í kvöld á Ásvöllum. Lokatölur urðu 76-83 fyrir Keflavík.
Leikurinn fór hægt af stað en Keflvíkingar höfðu yfirhöndina allan fyrsta leikhluta og voru fimm stigum yfir. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt stig í fyrri hálfleik sem endaði þó 33-40 fyrir Keflavík þar sem Calvin Burks leiddi stigaskorið með 12 stig. Athygli vakti að Deane Williams átti erfitt uppdráttar í leiknum og setti einungis 2 af 8 vítum ofan í eftir að hafa brennt þrisvar í röð báðum vítaskotum sínum. Domynikas Milka fór í gang í seinni hálfleik eftir erfiðan fyrri hálfleik og Keflvíkingar voru komnir í vænlega stöðu eftir þriðja leikhluta, 53-66. Haukar byrjuðu fjórða leikhluta betur og komu leiknum í fjögurra stiga mun en komust ekki nær en það og unnu Keflvíkingar sanngjarnan sigur.
Dominykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga með 19 stig og 12 fráköst og Calvin Burks var með 14 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var með 13 stig eins og Deane Williams og Hörður og Valur Orri Valsson voru báðir með 10 stoðsendingar. 
Keflavík: Dominykas Milka 19/12 fráköst, Calvin Burks Jr. 14/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/4 fráköst/10 stoðsendingar, Deane Williams 13/6 fráköst, Arnór Sveinsson 11, Ágúst Orrason 8, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Pétursson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Reggie Dupree 0.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024