Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Íþróttir

Keflvíkingar opinbera nýja keppnisbúninga
Leikmenn meistaraflokka karla og kvenna Keflavíkur taka sig vel út í nýju búningunum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 10. apríl 2021 kl. 15:29

Keflvíkingar opinbera nýja keppnisbúninga

Í dag kynnti knattspyrnudeild Keflavíkur til leiks keppnisbúninga tímabilsins 2021 á Facebook-síðu sinni í flottu myndbandi sem sýnir leikmenn Keflavíkur í nýju búningunum.

Sólning
Sólning

Keflvíkingar munu skarta búningumfrá Nike sem líta sannarlega vel út. Eins og við var að búast er litur aðalbúningsins dökkblár en treyjan hefur ljósbláar ermar með munstri, buxur eru dökkbláar og sokkar sömuleiðis. Varabúningurinn er alhvítur með svörtu munstri á ermum.

Kynningarmyndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.