Íþróttir

Keflvíkingar lögðu meistarana í fyrsta leik
Birna Valgerður Benónýsdóttir fer í þriggja stiga skotið þan þess að Bríet Sif Hinriksdóttir fái við ráðið. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, er augljóslega ekki sáttur við frammistöðuna. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 22. september 2022 kl. 08:26

Keflvíkingar lögðu meistarana í fyrsta leik

Grindvíkingar með sterkan sigur á Fjölniskonum

Fyrstu leikir Suðurnesjaliðanna í Subway-deild kvenna í körfuknattleik fóru fram í gær og var sannkölluð veisla í Blue-höllinni þegar nágrannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur var leikinn fyrir framan á fimmta hundruð áhorfenda. Ríkjandi Íslandsmeistarar og meistarar meistaranna, Njarðvík, þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik fyrir kraftmiklum Keflvíkingum í stórskemmtilegum og hröðum leik. Grindavík lék einnig sinn fyrsta leik í deildinni þegar liðið tók á móti Fjölni úr Grafarvogi þar sem þær grindvísku unnu tólf stiga sigur (87:75).


Keflavík - Njarðvík 95:72

(16:16, 26:18, 20:24, 33:14)

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Nágrannaslagurinn var góð skemmtun og stemmningin í Blue-höllinni var frábær þar sem stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra.

Keflvíkingar voru búnar að vinna heimavinnuna sína og mættu ákveðnar til leiks, þær voru grimmar í vörninni og gáfu Njarðvíkingum engan frið sem voru oft ráðlausar gegn sterkum varnarleik heimaliðsins. Flestir reiknuðu fyrirfram með sigri gestanna sem höfðu unnið frábæran sigur á Haukum um síðustu helgi þar sem þær hömpuðu titlinum meistarar meistaranna en þær voru slegnar út af laginu og náðu aldrei almennilegu flugi.

Anna Ingunn Svansdtóttir átti frábæran leik eins og flestar í jöfnu liði Keflavíkur og skoraði hún sautján stig, þá var Daniela Wallen sterk með 22 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Í liði Njarðvíkur var Aliyah Colier atkvæðamest með nítján stig, tuttugu fráköst og sjö stoðsendingar.

Njarðvíkingar komust ekki langt á móti sterkri vörn Keflavíkur.

Frábær byrjun á því sem verður vonandi stórskemmtilegt tímabil í Subway-deild kvenna.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 17, Karina Denislavova Konstantinova 13, Agnes María Svansdóttir 12, Ólöf Rún Óladóttir 9/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4, Ásthildur Eva H. Olsen 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Gígja Guðjónsdóttir 0.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 19/20 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 15, Lavinia Joao Gomes De Silva 12/10 fráköst/5 stoðsendingar, Raquel De Lima Viegas Laniero 11, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 2, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Andrea Dögg Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Dzana Crnac 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leik Keflavíkur og Njarðvíkur og má sjá fleiri myndir í myndasafni neðst á síðunni

Tölfræði leiks

Daniella Rodriquez átti frábæran dag og lagði grunninn að öruggum sigri Grindvíkinga. Ljósmyndir: Ingibergur Þór Jónasson

Grindavík - Fjölnir 87:75

(27:16, 32:22, 14:15, 14:22)

Grindvíkingar mættu einnig vel undirbúnar til leiks og tóku öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Þær hleyptu Fjölniskonum aldrei inn í leikinn, náðu ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta og leiddu í hálfleik með 21 stigi (59:38). Daniella Rodriquez fór hamförum í leiknum og skoraði 36 stig auk þess að taka níu fráköst og eiga fimm stoðsendingar.

Hekla Eik Nökkvadóttir skoraði ellefu stigu og átti níu stoðsendingar.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 36/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 13/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 11/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 11/9 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 9/15 fráköst, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 3, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 1/5 fráköst, Edda Geirdal 0, Arna Lind Kristinsdóttir 0, Eva María Valdimarsdóttir 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0.

Fjölnir: Urté Slavickaite 22/4 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 16/8 fráköst, Simone Sill 12/14 fráköst, Victoria Donise Morris 11/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/6 fráköst, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Heiður Karlsdóttir 2/10 fráköst, Victoría Lind Kolbrúnardóttir 0, Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir 0, Bergdís Anna Magnúsdóttir 0, Stefania Tera Hansen 0, Shanna Dacanay 0.

Tölfræði leiks

Keflavík - Njarðvík (95:72) | Subway-deild kvenna 21. september 2022