Thrifty Fólksbílar

Íþróttir

Keflvíkingar í hálfa stöng á Fitjum
Keflavíkurfánar í hálfri stöng á Fitjum í Njarðvík.
Þriðjudagur 28. maí 2019 kl. 14:38

Keflvíkingar í hálfa stöng á Fitjum

Fánastríð fyrir bikarleikinn

Stemmningin fyrir bikarleik Keflavíkur og Njarðvíkur í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu magnast og birtist með ýmsum hætti en leikurinn er á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld. Bæði félögin flagga fánum sínum við Þjóðbraut sem er veginn sem liggur fyrir ofan bæinn. Á Fitjum er hann bæjarhlið og þar stóð líka til að flagga fánum beggja liða en þar eru bara þrír Keflavíkurfánar - en í hálfa stöng.

Svo virðist sem samkomulag um fánagjörninn fyrir leikinn sé ekki alveg á hreinu miðað við þetta en hugmyndin samkvæmt heimildum VF átti að vera sú að vekja athygli á leiknum.

Hverju sem líður þá er ekki hægt að segja annað en að gamli rígurinn sé í fullu gildi.

Fánar beggja félaga eru við bæjarhliðið við Þjóðbraut.