Íþróttir

Keflvíkingar á toppnum - Grindvíkingar unnu Njarðvík
Bræðurnir Hjalti þjálfari og Hörður lykilleikmaður Keflvíkinga er í toppmálum á toppnum. VF-mynd/pket.
Föstudagur 25. október 2019 kl. 22:40

Keflvíkingar á toppnum - Grindvíkingar unnu Njarðvík

Grindvíkingar fengu sín fyrstu stig í Domino’s deildinni í körfubolta þegar þeir unnu Njarðvík í grannaslag í Grindavík í kvöld. Keflavík hélt sigurgöngu sinni áfram þegar þeir unnu Stjörnuna í Garðabæ nokkuð sannfærandi 91:103 og eru á toppnum með KR, aðeins verri stigatölu en með fjóra sigra.

Njarðvíkingar eru enn týndir og ekki líklegir til afreka í vetur miðað við spilamennskuna í upphafi móts. Grindvíkingar þurftu ekki að sýna stjörnuleik til að vinna sinn fyrsta leik í mótinu en gerðu það og geta þakkað Herra Grindavík það en Ólafur Ólafsson átti frábæran leik og skoraði 30 stig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Lokatölur í Grindavík 78-66 og sigur heimamanna sannfærandi gegn slöku Njarðvíkurliði.

Í Garðabæ voru heimamenn undir allan tímann gegn mjög sterku liði Keflavíkur sem virðist til alls líklegt til afreka í vetur. Keflavík leiddi leikinn allan tímann og það skilaði nokkuð öruggum sigri 91:103 þó svo Stjörnumenn hafi náð að minnka muninn í 3 stig í blálokin en það var of lítið og seint gegn sterkum Keflvíkingum. Það er þó vert að minnast þriggja stiga körfu Reggie Dupree í blálokin sem var naglinn í kistu heimamanna.

Dominykas Milka átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík og skoraði 31 stig og tók hvorki fleiri né færri en 15 fráköst. Khalil Ahmad skoraði28 stig og Deane Williams 22 stig. Útlendingalottóið hjá Keflavík er að skila stórum vinningi ef horft er á þetta stigaskor.

Grindavík-Njarðvík 78-66 (20-11, 15-15, 29-23, 14-17)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=109345&game_id=4637165

Grindavík: Ólafur Ólafsson 30/10 fráköst, Jamal K Olasawere 18/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14/4 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 6/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 5/4 fráköst, Valdas Vasylius 4, Nökkvi Már Nökkvason 1, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

Njarðvík: Wayne Ernest Martin Jr. 14/6 fráköst, Mario Matasovic 14/12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 8/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/4 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 5/4 fráköst/7 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 4, Veigar Páll Alexandersson 4, Hermann Ingi Harðarson 0, Arnór Sveinsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson

Áhorfendur: 350

Stjarnan-Keflavík 91-103 (21-24, 19-24, 20-23, 31-32)

Stjarnan: Jamar Bala Akoh 20/4 fráköst, Kyle Johnson 18/5 fráköst, Nikolas Tomsick 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 12/9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/4 fráköst/8 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Ágúst Angantýsson 4, Dúi Þór Jónsson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Orri Gunnarsson 0, Friðrik Anton Jónsson 0, Ásmundur Goði Einarsson 0.

Keflavík: Dominykas Milka 31/15 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 28/11 fráköst, Deane Williams 22/16 fráköst, Reggie Dupree 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 9/11 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 2, Andrés Ísak Hlynsson 2, Guðmundur Jónsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Ágúst Orrason 0, Veigar Áki Hlynsson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson

Áhorfendur: 631

Þjálfarateymi Njarðvíkur þarf að finna nýjar leiðir.