Íþróttir

Keflavíkurstúlkur réðu ekkert við Helenu
Helena skorar hér gegn Keflavík. Mynd/karfan.is
Fimmtudagur 7. febrúar 2019 kl. 09:58

Keflavíkurstúlkur réðu ekkert við Helenu

Keflavíkurstúlkur náðu ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna í Domino’s deildinni í körfubolta í gær. Þær rauðu með Helenu Sverrisdóttur, bestu körfuboltakonu landsins, hreinlega völtuðu yfir bítlabæjarstelpurnar í lokaleikhlutanum og tryggðu sér 19 stiga sigur, 75-94.
Keflavíkurstúlkur stóðu í Valskonum alveg fram í lok þriðja leikhluta en hittnin brást í lokin og hún var miklu betri hjá Val á öllum vellinum.
Hjá Keflavík lék Birna Valgerður Benónýsdóttir sinn besta leik á tímabilinu og skoraði 23 stig. Eins og fyrr segir var Helena óstöðvandi og illviðráðanleg og mun líklega hjálpa þeim rauðu að vinna titilinn í ár.

Keflavík-Valur 75-94 (12-23, 24-17, 26-28, 13-26)

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 23/5 fráköst, Brittanny Dinkins 22/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 10, Irena Sól Jónsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 0, María Jónsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024