Íþróttir

Júdódeild Grindavíkur og Þróttur Vogum í samstarf
Föstudagur 14. september 2018 kl. 09:00

Júdódeild Grindavíkur og Þróttur Vogum í samstarf

 
 
Á dögunum var gengið frá samstarfssamningi milli Grindavíkur júdódeildar og Ungmennafélagsins Þróttar. Mikil og rík hefð er fyrir íþróttinni í Vogum og Grindavík. Að sögn Marteins framkvæmdastjóra Þróttar fækkaði iðkendum talsvert hjá Þrótti 2015 og hefur félagið verið að byggja sig upp að nýju. Júdó hefur verið í Vogum í tuttugu ár. Naut mikilla vinsælda hér áður fyrr og Arnar þjálfari hefur komið með ferska vinda inn í starfið sem hefur skilað sér í fleiri iðkendum.  
 
Félög eiga að vinna meira saman og þarna verður sterkari heild sem mun skila sér í betra starfi fyrir bæði félög til framtíðar sagði Gunnar Jóhannesson formaður Júdódeildar Grindavíkur við sama tilefni. 
 
Einnig var skrifað undir áframhaldandi þjálfarasamning við Arnar Már Jónsson. Arnar sem hefur áratuga reynslu að þjálfun og hlaut bronsmerki JSÍ fyrr á þessu ári fyrir framlag sitt til barna og unglingastarfs. 
 
Á myndinni eru Marteinn framkvæmdastjóri Þróttar og Gunnar Jóhannesson formaður júdódeildar Grindavíkur. Á milli þeirra er Arnar Már Jónsson þjálfari Grindavíkur og Þróttar.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024