Nettó
Nettó

Íþróttir

Jón Norðdal náði draumahögginu á Bergvíkinni
Þriðjudagur 31. júlí 2018 kl. 06:00

Jón Norðdal náði draumahögginu á Bergvíkinni

Kylfingurinn og fyrrverandi körfuboltastjarna með Keflavík, Jón Norðdal Hafsteinsson úr Golfklúbbi Suðurnesja fór holu í höggi á 3. braut Hólmsvallar, Bergvíkinni.

Jonni er áhugasamur kylfingur og að sögn kunnugra lifir fyrir íþróttina. Það er því ekki amalegt að ná draumahögginu á þekktustu golfholu landsins, Bergvíkinni. Jonni er greinilega alvöru sleggja því hann var með 9-járnið í höndunum þegar hvíti golfboltinn rataði í holuna litlu.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs