Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Jón Halldór, Hörður Axel og Daniela áfram í Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 21. apríl 2020 kl. 07:13

Jón Halldór, Hörður Axel og Daniela áfram í Keflavík

Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson verða áfram þjálfarar kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Daniela Wallen Morillo mun einnig verða með Keflavík á næstu leiktíð.

Jón Halldór kom aftur að þjálfun fyrir síðustu leiktíð og fékk Hörð Axel með sér í þjálfarateymið.

Daniela Wallen var einn af betri útlendingum deildarinnar með 24,7 stig að meðaltali í leik, tók 13 fráköst og var með 5 stoðsendingar í leik.