Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Jón Axel bestur á NM
Mynd/Karfan.is
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 10:39

Jón Axel bestur á NM

Sigur hjá U16 liðinu

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður Norðurlandamóts landsliða í körfubolta sem haldið var í Solna í Svíþjóð. Jón Axel sem leikur með U18 liði Íslands fór hamförum í mótinu og skoraði að meðaltali 29,3 stig í leik. Einnig var Grindvíkingurinn valinn í úrvalslið mótsins en fleiri Suðurnesjamenn urðu þess heiðurs aðnjótandi.

Þær Sara Rún Hinriksdóttir (U18) og Emelía Ósk Gunnarsdóttir (U16) frá Keflavík voru einnig í úrvalsliði kvenna á mótinu. Tölfræði Suðurnesjafólksins má sjá hér að neðan. Íslenska U16 liðið fagnaði glæsilegur sigri á mótinu en er þetta fyrsti Norðurlandameistaratitill Íslands í kvennaflokki síðan árið 2004 þegar U16 vann en meðal leikmanna í því liði voru Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir.

16 ára liðið varð Norðurlandameistari. Mynd/KKÍ.

Jón Axel Guðmundsson - Grindavík - helstu tölur á NM 2014
29,3 stig - 6,5 fráköst - 3,3 stoðsendingar og 27,5 framlag.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
8,4 stig - 3,4 fráköst og 1,2 stoðsendingar - 5,0 í framlag

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
18,8 stig - 7,4 fráköst - 2,2 stoðsendingar og 16,2 í framlag.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs