Íþróttir

Ingibjörg og Sveindís í hópnum sem fer á EM 2022
Ingibjörg varð bikarmeistari með Vålerenga síðasta haust.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. júní 2022 kl. 11:30

Ingibjörg og Sveindís í hópnum sem fer á EM 2022

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hóp A-landsliðs kvenna fyrir lokakeppni EM 2022 sem verður haldin á Englandi í júlí. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga) og Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg) eru báðar í hópnum en þær urðu meistarar með sínum liðum í vetur, Ingibjörg bikarmeistari með Vålerenga og Sveindís Þýskalands- og bikarmeistari með Wolfsburg.
Sveindís Jane í leik gegn Arsenal í Meistaradeildinni nýlega.

Ísland er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi á mótinu en liðið mætir Belgíu í fyrsta leik sínum á mótinu sunnudaginn 10. júlí.

Liðið mætir Póllandi ytra 29. júní í undirbúningi sínum fyrir lokakeppnina.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Leikir Íslands í riðlakeppninni:

Belgía - Ísland sunnudaginn 10. júlí kl. 16:00 á Manchester City Academy Stadium
Ítalía - Ísland fimmtudaginn 14. júlí kl. 16:00 á Manchester City Academy Stadium
Ísland - Frakkland 18. júlí kl. 19:00 á New York Stadium

Hópurinn:

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 41 leikur
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 5 leikir
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 46 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 101 leikur, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 44 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 15 leikir
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 18 leikir, 1 mark
Sif Atladóttir - Selfoss - 88 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir - IFK Kalmar - 127 leikir, 3 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 23 leikir, 3 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 101 leikur, 34 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 18 leikir, 7 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 17 leikir, 2 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 89 leikir, 14 mörk
Sara Björk Gunnarsdóttir - Olympique Lyonnais - 138 leikir, 22 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 35 leikir, 2 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Brann - 62 leikir, 10 mörk
Agla María Albertsdóttir - BK Häcken - 46 leikir, 3 mörk
Elín Metta Jensen - Valur - 59 leikir, 16 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 18 leikir, 6 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DKK - 6 leikir