Fjörheimar
Fjörheimar

Íþróttir

Guðmundur með bronsmerki Glímusambands Íslands
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. júní 2020 kl. 09:44

Guðmundur með bronsmerki Glímusambands Íslands

Ársþing GLÍ haldið í Reykjanesbæ

56. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ) fór fram 30. maí í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Þingið fór mjög vel fram og mynduðust skemmtilegar umræður. Á þinginu var Guðmundi Stefáni Gunnarssyni veitt bronsmerki GLÍ fyrir störf í þágu glímunnar. Glíman hefur verið  stór hluti þeirra fangbraða sem stunduð eru í Reykjanesbæ og Njarðvíkingar eiga, eins og margir vita, heims-, Evrópu- og Íslandsmeistara í hinum ýmsu fangbrögðum.

Guðmundur notaði tækifærið og hrósaði Glímusambandinu fyrir hlut kvenna á þinginu og í stjórn sambandsins en stjórn sambandsins er skipuð fimm konum og þremur körlum og um helmingur þinggesta voru karlar og helmingur konur.  

Júdódeild UMFN hefur einmitt aukið hlut kvenna í fangbrögðum  gífurlega síðustu tvö árin. Kynjahlutfallið í deildinni er u.þ.b. jafnt og má það þakka mikilli vinnu stjórnar og þjálfurum deildarinnar.  Júdódeild UMFN er nefnilega skipuð þremur körlum og tveimur konum og þjálfarateymið eru skipað einum karli og þremur konum.  

Guðmundur var svo endurkjörinn í stjórn Glímusambandsins í þinglok og hefur setið í stjórn og eða varastjórn sambandsins síðan 2015.