Íþróttir

Grindvíkingar unnu Ólafsvíkinga létt
Sigurður Bjartur skoraði annað mark heimamanna með skalla. VF-mynd/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 29. september 2020 kl. 18:44

Grindvíkingar unnu Ólafsvíkinga létt

Grindvíkingar unnu Ólafs-Víkinga með þremur mörkum gegn engu á heimavelli og halda sér í efri parti Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Þeir eru í 4. sæti deildarinnar og hafa leikið vel í síðustu leikjum.

Fyrsta mínútan var ekki liðin þegar fyrsta mark kom. Oddur Ingi Bjarnason skoraði skemmtilegt mark í slánna og inn eftir að hafa fengið boltann á hægri kantinum. Sigurður Bjartur Hallsson bætti öðru við á 12. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Arons Jóhannssonar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Heimamenn voru hvergi nærri hættir og bættu við þriðja markinu á 15. Mínútu. Guðmundur magnússon skoraði en undirbúningurinn var skemmtilegur hjá Oddi Inga Bjarnasyni sem lék framhjá þremur Víkingum áður en hann lagði boltann fyrir Guðmund, 3:0. Heimamönnum tókst ekki að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir að vera betri aðilinn en lönduðu góðum sigri.