bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Grindverk ehf styrkja Þrótt frá Vogum
Sigurður Garðar frá Grindverki og Marteinn Ægisson frá Voga-Þrótturum.
Föstudagur 8. maí 2020 kl. 15:09

Grindverk ehf styrkja Þrótt frá Vogum

„Okkur fannst tilvalið að hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni,“ segir Sigurður Garðar frá Grindverki, en þeir styrkja nú Þróttara frá Vogum og hafa síðustu mánuði unnið að hinum ýmsu verkefnum í Vogum.

„Þróttarar frá Vogum hafa verið að gera það gott undanfarin ár í boltanum. Það er mikið afrek að reka öflugt íþróttastarf í svona litlu bæjarfélagi. Ég þekki það hvaða þýðingu fyrir Vogabúa og bæjarsálina að eiga félag sem nær árangri, komandi frá Vogum.Verkefnin í Vogum hafa gengið vel og bæjarbúar hafa tekið vel á móti okkur. Okkur fannst því tilvalið að hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni. ,“ segir Sigurður Garðar (Bói) en hann ólst upp á Minni Knarranesi.