Aðalskoðun 30 - 5 okt
Aðalskoðun 30 - 5 okt

Íþróttir

Glæsilegt golfmót  LETR á Íslandi til styrktar  Special Olympics
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 31. júlí 2020 kl. 09:39

Glæsilegt golfmót LETR á Íslandi til styrktar Special Olympics

Sunnudaginn 19. júlí var haldið glæsilegt golfmót í Leirunni á Suðurnesjum en mótið var styrktarmót fyrir Special Olympics á Íslandi. Lögreglumennirnir Guðmundur Sigurðson og Daði Þorkelsson sem eru fulltrúar LETR á Íslandi ásamt Karen Ástu Friðjónsdóttur, í stjórn Special Olympics, sáu alfarið um undirbúning og framkvæmd í samstarfi við Golfklúbb Suðurnesja og Víkurfréttir.

Allir teigar voru fullskipaðir og biðlisti í mótið sem tókst framar björtustu vonum og fór fram í blíðskaparveðri. Keppt var eftir Texas Scramble-fyrirkomulagi þar sem tveir voru í liði. Auk þátttökugjalda voru fjölmargir  aðilar sem styrktu mótið og heildarinnkoma var um 800.000 krónur. Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi þakka LETR á Íslandi fyrir þetta frábæra framtak og mikilvægan stuðning. Golfklúbbur Suðurnesja, Víkurfréttir og allir þeir sem  styrktu mótið eða lögðu lið fá einnig innilegar þakkir. Sigurvegarar mótsins var ManUtd með Friðrik Kristján Jónsson og Atla Má Halldórsson innanborðs. Í 2. sæti voru Pink and beautiful eða Victor Ingvi Jacobsen og Sigurður Helgi Ágústsson og í 3. sæti var Cccp með Þorgeir Ver Halldórsson og Jóhannes Þór Sigurðsson innanborðs. Nándarverðlaun á 8. og 16.  olu unnu Björn Marius Jónasson og Marta Teitsdóttir. Auk þess voru 21 útdráttarverðlaun.

Lögreglumenn og -konur úr öllum heiminum hafa tekið þátt í LETR (Law Enforcement Torch Run) sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni lögreglunnar og Special Olympics samtakanna. LETR á Íslandi var sett á fót árið 2013 í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Ísland hefur átt fulltrúa í alþjóðlegum hópi lögreglu sem hlaupið hefur kyndilhlaup fyrir Evrópu og Alþjóðaleika Special Olympics, m.a. í Abu Dhabi 2019. Innanlands hefur lögreglan staðið að kyndilhlaupum fyrir Íslandsleika Special Olympics auk ýmissa verkefna, s.s. afhendingu verðlauna á mótum ÍF og Special Olympics. „Samstarf við lögregluna vegna LETR hefur frá upphafi verið einstaklega ánægjulegt. Sú vinna sem lögð var í þetta verkefni sýnir þann áhuga og eldmóð sem LETR á Íslandi býr yfir en meginmarkmiðið var að vekja athygli á starfi Special Olympics og safna styrkjum til starfsins,“ segir Guðmundur Sigurðsson.

Special Oympics International var stofnað af Kennedy-fjölskyldunni 1968, meginmarkmiðið er að allir geti tekið þátt í íþróttastarfi og markhópurinn er fólk með þroskahömlun en einnig er sífellt meiri áhersla á „unified“, sem er keppni fatlaðra og ófatlaðra. Allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir, og Íslendingar hafa átt yfir 500 fulltrúa af öllu landinu á leikum Special Olympics. Á alþjóðaleikum Special Olympics í LA árið 2015 var „unified“ golfkeppni þar sem lið Íslands var skipað Íslandsmeistara í holukeppni í golfi og bróður hennar, Heiðu Guðnadóttur og Bjarka Guðnasyni sem eru af Suðurnesjum. Tækifæri til keppni í golfi eru mikil, þar er auk „unified“ keppt í mismunandi styrkleikaflokkum og í byrjendaflokki er þrautabraut í stað golfvallar. Allir geta því verið með og tækifærin blasa við þeim sem vilja nýta þau. Næstu alþjóðaleikar Special Olympics verða í Berlín 2023.

LETR Open til styrktar
Special Olympics 2020

Fyrsta LETR Open móti í golfi til stuðnings Special Olympics var haldið á Hólmsvelli í Leiru þann 19. júlí 2020.  Mótið tókst með eindæmum vel og ber þar að þakka hinum fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu málefnið með myndarlegum styrkjum.  Vildum við því koma þakklæti til skila til eftirfarandi fyrirtækja og einstaklinga:

Golfklúbbur Suðurnesja

Víkurfréttir

K.Steinarsson ehf.

Toyota Reykjanesbæ

Össur Iceland ehf.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson

Nettó Reykjanesbæ

Danól

Katla

Rétturinn

Lighthouse Inn

Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar

AMP rafverktaki ehf.

Birch and Wool

Regalofagmenn

Sport 24

Keiluhöllin

Ásbjörn Ólafsson, heildsali

Golfskálinn

Apótekarinn

Golfklúbburinn Oddur

Kol restaurant

Gluggavinir ehf.

Skiltagerð ehf.

Inga Rósa Kristinsdóttir, listakona

Rut Ingólfsdóttir, listakona

Dagmar Róbertsdóttir (Dalla), listakona

Petrína Sigurðardóttir, listakona

Magnús Orri Arnarson

Kef TV

Eins og áður sagði var aðalmarkmiðið með þessu golfmóti að vekja athygli á og afla styrkja fyrir Special Olympics á Íslandi og má segja að því takmarki hafi verið náð með miklum myndarbrag.

Það er okkur mikil ánægja að greina frá því að alls safnaðist hátt í kr. 800.000.- í mótinu sem mun renna óskipt til Special Olympics og það er bara eitt um það að segja……………TAKK!

Daði Þorkelsson, Ásta Friðjónsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, fulltrúar LETR og Special Olympics á Íslandi.

Heiða Guðnadóttir og Bjarki Guðnason kepptu fyrir Íslands hönd á alþjóðaleikum Special Olympics í LA árið 2015.

Frá verðlaunaafhendingunni.