Kalka
Kalka

Íþróttir

Garðar og Óskar sigruðu í Ljómarallý 2022
Subaru-bifreið Garðars. Mynd af Facebook-síðu Garðars
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 25. júlí 2022 kl. 09:05

Garðar og Óskar sigruðu í Ljómarallý 2022

Garðar Gunnarsson og Óskar Sólmundarson stóðu upp sem sigurvegarar í AB flokki í Ljómarallý sem var haldið um helgina í Skagafirði. Þetta er annað árið í röð sem Garðar vinnur þennan flokk en í fyrra var Emelía Rut Hólmarsdóttir aðstoðarökumaður hjá honum.

Þeir félagar kepptu á Subaru-bifreið Garðars og var Óskar undir stýri en Garðar honum til aðstoðar. Auk þess að vinna sinn flokk voru þeir valdir menn mótsins og settu Íslandsmet í Vesturdal.

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk