Fjörheimar
Fjörheimar

Íþróttir

Fyrsti ósigur Keflavíkur
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 15. nóvember 2019 kl. 22:59

Fyrsti ósigur Keflavíkur

Fyrsti ósigur Keflavíkur ás þessu tímabili í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik er staðreynd. Þeir töpuðu fyrir KR í Bluehöllinni í Keflavík í kvöld. Lokastaðan 66:67 fyrir KR.

Fyrir leikinn var búist við stórleik því þarna voru að mætast topplið deildarinnar og Íslandsmeistarar síðustu ára. Fyrir leikinn í kvöld var Keflavík með tólf stig og KR tíu stig.

Leikurinn var hraður og skiptust liðin á forystu. Keflvíkingar fundu þó góðan takt í fyrri hálfleil og fóru með góða forystu í hálfleik, 43:36.

Síðari hálfleikur var jafn og lokasekúndurnar voru jafnframt æsispennandi. Allt benti þó til þess að Keflvíkingar hefðu sigur. KR-ingar skriðu þó framúr á lokamínútunni og Keflavík tók leikhlé þegar 12 sekúndur voru eftir og þeir einu stigi undir.

Keflvíkingar höfðu nægan tíma, 12 sekúndur, til að skora sigurkörfu en Khalil Ullah Ahmad reyndi hins vegar við erfitt þriggja siga skot þegar tvö stig hefðu dugað Keflvíkingum til sigurs. Hann var lengi að reyna skot og lét ekki vaða á körfuna fyrr en þrjár sekúndur voru eftir en ekki vildi boltinn í körfuna og sigurinn því gestanna.

Dom­inykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga með 26 stig og ​14 frá­köst.


Stórsigur Njarðvíkur

Njarðvíkingar unnu stórsigur á Þór Ak­ur­eyri í Ljóna­gryfj­unni í Njarðvík í Dom­in­os-deild karla í körfuknatt­leik í kvöld. Lokastaðan var 113:52 fyrir Njarðvík.

Krist­inn Páls­son var stiga­hæst­ur hjá Njarðvík með 24 stig. Þetta er þriðji sigur Njarðvíkinga í deildinni.

Keflavík - KR // 66:67 // 15. nóv. 2019