Optical studio
Optical studio

Íþróttir

Fyrsta tapið kom í Smáranum
Dominykas Milka var framlagshæstur Keflvíkinga í gær með tuttugu framlagspunkta, það segir ýmislegt um frammistöðu liðsins. Myndir úr safni Víkurfrétta
Föstudagur 28. október 2022 kl. 09:27

Fyrsta tapið kom í Smáranum

Keflavík tapaði sínu fyrsta leik á tímabilinu á meðan Njarðvík og Grindavík unnu sína leiki í Subway-deild karla í körfuknattleik en fjórða umferð hófst í gær. Keflavík og Njarðvík hafa sex stig að loknum fjórum umferðum en Grindavík fjögur.


Breiðablik - Keflavík 97:82

(13:24, 37:14, 24:20, 23:24)

Keflavík, sem lék án Harðar Axels Vilhjálmssonar og Jaka Brodrik, hófu leikinn vel á móti Blikum og höfðu ellefu stiga forystu í lok hans. Dæmið snerist við í öðrum leikhluta og gott betur en það, Keflavík skoraði aðeins fjórtán stig á meðan Breiðablik fór hamförum og skoraði 37 stig. Keflvíkingar jöfnuðu sig aldrei á þessum skell og heimamenn héldu öruggri forystu út leikinn.

Keflavík: Eric Ayala 20/10 fráköst, Igor Maric 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 15/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/5 fráköst, Valur Orri Valsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, David Okeke 7/6 fráköst, Nikola Orelj 3, Ólafur Ingi Styrmisson 2, Magnús Pétursson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Optical studio
Optical studio

Nánar um leikinn


Stjarnan - Njarðvík 67:88

(15:23, 15:25, 15:24, 22:16)
Njarðvíkingar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni.

Njarðvík: Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Lisandro Rasio 16/11 fráköst, Nicolas Richotti 15/4 fráköst, Mario Matasovic 12/11 fráköst/3 varin skot, Dedrick Deon Basile 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 2, Elías Bjarki Pálsson 2, Jan Baginski 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Nánar um leikinn


Grindavík - ÍR 84:79

(26:19, 15:28, 22:14, 21:18)
Jón Axel Guðmundsson fór fyrir Grindvíkingum í góðum sigri á ÍR. Mynd: Ingibergur Þór Jónasson

Grindvíkingar höfðu betur í jöfnum og spennandi leik gegn ÍR í HS Orkuhöllinni í gær. Eftir að hafa náð undirtökunum í byrjun leiks misstu Grindvíkingar ÍR-inga fram úr sér í öðrum leikhluta og gestirnir leiddu með sex stigum í hálfleik. ÍR jók forskotið í átta stig eftir leikhlé en Grindvíkingar lögðust á árarnar um miðbik þriðja leikhluta, unnu upp muninn og komust tveimur stigum yfir í lok hans. Heimamenn hleyptu gestunum ekki inn í leikinn í þeim fjórða, héldu forskotinu og höfðu sterkan sigur að lokum.

Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, David Tinarris Azore 14/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 10/10 fráköst, Bragi Guðmundsson 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 7/9 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 4/10 fráköst, Hilmir Kristjánsson 3, Evangelos Tzolos 0, Arnór Tristan Helgason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.

Nánar um leikinn