Íþróttir

Fyrsta tapið á tímabilinu
Njarðvík vann sinn leik í Subway-deild kvenna en bæði Keflavík og Grindavík töpuðu. Myndir úr safni Víkufrfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 5. desember 2022 kl. 09:37

Fyrsta tapið á tímabilinu

Fyrsta tap Keflavíkur í Subway-deild kvenna á þessu tímabili kom í gær þegar Valur sótti Keflavík heim. Gestirnir gerðu út um leikinn strax í fyrsta leikhluta en Keflavík elti allan leikinn. Grindavík tapaði einnig sínum leik, gegn Haukum, en Njarðvík bar sigurorð af ÍR. Keflavík er enn efst í Subway-deild kvenna með tíu sigra í ellefu umferðum, Njarðvík er í því fjórða (7/4) og Grindavík í því fimmta (4/7).

Daniela Wallen dró vagninn hjá Keflavík og var langatkvæðamest með 27 stig og tíu fráköst.

Keflavík - Valur 75:84

(11:21, 27:26, 16:18, 21:19)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/10 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Karina Denislavova Konstantinova 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 8, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8, Agnes María Svansdóttir 5, Ólöf Rún Óladóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 3/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Gígja Guðjónsdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.

Nánar um leikinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Elma Dautovic var stigahæst hjá Grindavík með 26 stig auk þess að taka tíu fráköst.

Grindavík - Haukar 74:78

(22:25, 27:19, 10:20, 15:14)

Grindavík: Elma Dautovic 26/10 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 11/6 fráköst, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 9/13 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 3/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2, Edda Geirdal 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Elísabet Birgisdóttir 0.

Nánar um leikinn.


Raquel Laneiro átti góðan leik með Njarðvík í gær eins og fleiri í liði Njarðvíkur.

Njarðvík - ÍR 86:68

(19:16, 16:20, 33:15, 18:17)

Njarðvík: Raquel De Lima Viegas Laneiro 26/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 22, Kamilla Sól Viktorsdóttir 14/4 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 12/7 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst/4 varin skot, Krista Gló Magnúsdóttir 4, Andrea Dögg Einarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Dzana Crnac 0, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Nánar um leikinn.