Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Frammistaða liðsins frábær hingað til
Sveindís í leiknum gegn Stjörnunni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
föstudaginn 28. júní 2019 kl. 05:00

Frammistaða liðsins frábær hingað til

„Þetta var alveg hreint magnaður leikur af okkar hálfu. Það er ekkert betra en að finna sigurtilfinningu aftur sem hefur kannski ekki verið til staðar nógu oft á þessu tímabili. Við eigum alveg nóg eftir og ég vil hvetja alla sanna Keflvíkinga að mæta á næstu leiki hjá okkur,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir en Keflvíkingar byrjuðu vikuna á því að rústa Stjörnunni, 5-0, í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu.

Með sigrinum gegn Stjörnunni tókst stelpunum að koma sér upp um sæti í deildinni og verma nú áttunda sætið eftir tvo sigra í röð.

Sveindís segist sátt með frammistöðu liðsins sem hafi lagt sitt allra best í öllum leikjum sumarsins. „Frammistaða liðsins hefur verið frábær hingað til. Stigataflan eins og hún er í dag segir ekkert til um frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru búnir. Í efstu deild eru leikmenn með meiri reynslu, gæðin eru meiri og tempóið hærra. Verkefnið er alls ekki erfiðara en við áttum von á, við höfum haldið okkur vel inni í öllum leikjum og gefið stóru liðum deildarinnar góða leiki.“

Aðspurð um restina af sumrinu segir Sveindís það erfitt að segja til um hvernig það fari. Markmiðið sé þó að halda sér í deildinni og einn leikur verði tekinn í einu. „Ég er að bæta mig með hverjum leiknum og þeir fara allir í reynslubankann. Við stelpurnar munum leggja okkur allar fram.“

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna