Íþróttir

Brynjar Gestsson tekur við Þrótti Vogum
Á myndinni eru Davíð Harðarson stjórnarmaður í Þrótti Vogum og Brynjar Gestsson, nýráðinn þjálfari.
Miðvikudagur 9. október 2019 kl. 07:55

Brynjar Gestsson tekur við Þrótti Vogum

Brynjar Gestsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar í Vogum sem leikur í 2. deild.

Í sumar hefur Brynjar verið í fríi frá knattspyrnuþjálfun. Hann stýrði liði Fjarðabyggðar árin 2013 til 2015 og kom því úr þriðju deild upp í þá fyrstu. Brynjar var aðstoðarþjálfari hjá Þrótti Reykjavík í efstu deild sem og yfirþjálfari yngri flokka 2016. Þá tók hann við Þrótti Vogum og kom félaginu upp í 2. deild sælla minninga haustið 2017. Á síðasta ári stýrði Brynjar liði ÍR og tók sér hlé frá knattspyrnuþjálfun í kjölfarið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Brynjar er 44 ára hefur lokið UEFA A prófi í þjálfaramenntun en hann er íþróttafræðingur. Brynjar hefur mikla reynslu í þjálfun en á ferlinum hefur hann meðal annars þjálfað ÍR, Fjarðabyggð, Víði, Þrótti R. og Huginn, auk þess að hafa leikið í meistaraflokki með FH, Haukum og fleiri liðum.

„Þróttur Vogum býður Binna hjartanlega velkominn aftur til starfa og hlakkar til samstarfsins,“ segir í tilkynningu.

Þróttur Vogum endaði í fimmta sæti 2. deildar í sumar undir stjórn Úlfs Blandon.