Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Íþróttir

Björgvin og Kinga klúbbmeistarar GS árið 2019
Björgvin og Kinga eru klúbbmeistarar GS 2019.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 12:17

Björgvin og Kinga klúbbmeistarar GS árið 2019

Björgvin Sigmundsson og Kinga Korpak urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja en meistaramótinu lauk um síðustu helgi. Björgvin og Kinga unnu titilinn í fyrsta sinn. 

Þeir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Örn Ævar Hjartarson hafa unnið titilinn í tuttugu og tvö skipti á síðustu 23 árum, Guðmundur tíu sinnum og Örn Ævar 12 sinnum. Fjórir kylfingar voru jafnir í 2.-4. sæti. Guðmundur Rúnar sem sigraði síðustu sex ár varð í 3. sæti. 

Mótið heppnaðist frábærlega í alla staði og þátttaka var mun meiri en undanfarin ár, alls 131 þátttakendur. Fjölmenni var og góð stemmning á lokahófinu sem fram fór í golfskálanum í Leiru um kvöldið.

Úrslit í meistaraflokki Meistaramóts GS:

1. Björgvin Sigmundsson 74,74,78,73 299 högg
T2 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 73,80,79,70 302 högg
T2 Sigurpáll Geir Sveinsson 76,75,79,72 302 högg
T2 Róbert Smári Jónsson 75,75,77,75 302 högg

1. Kinga Korpak 75,82,78,75 310 högg
2. Zuzanna Elvira Korpak 89,90,86,79 344 högg
3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir 74,93,90,88,91 362 högg

Sjá nánar í frétt á heimasíðu GS.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna