bygg 1170
bygg 1170

Íþróttir

Bætist í leikmannahóp Njarðvíkinga
Miðvikudagur 13. maí 2020 kl. 14:35

Bætist í leikmannahóp Njarðvíkinga

Baldur Örn Jóhannesson hefur gengið til liðs við Úrvalsdeildarliðs UMFN í körfunknattleik en hann kemur frá Þór á Akureyri og semur til 2ja ára. Baldur er 19 ára framherji sem lék um 13 mínútur að meðaltali með Þórsurum í Dominos deildinni í vetur. Baldur Örn á að baki unglingalandsleiki og var sterkur hlekkur í mjög sigursælum 2001 árgangi þeirra Þórsara. Kappinn flytur í Njarðvík í ágúst og tekur slaginn með bæði meistara- og unglingaflokki félagsins.

Helena Rafnsdóttir kvittaði undir nýjan tveggja ára samning við kkd. UMFN nú á dögunum.  Helena er uppalin Njarðvíkingur úr unglingastarfi félagsins og ein af okkar allra frambærilegustu leikmönnum til framtíðar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Helena nú spilað með góðum árangri fyrir meistaraflokk félagsins og tekið framförum samfara því.  Helena skoraði um 7 stig á leik og tók um 5 fráköst á síðustu leiktíð og skilaði svo frábæru varnarhlutverki sem sést síður á tölfræðiblöðum.