Vörumiðlun
Vörumiðlun

Íþróttir

Allt í járnum milli Jón Ásgeirs og Grétars - þvert á fréttina á laugardaginn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 18. desember 2023 kl. 14:50

Allt í járnum milli Jón Ásgeirs og Grétars - þvert á fréttina á laugardaginn

Fljótt skipast veður í lofti en í frétt á vf.is á laugardaginn, var tilkynnt um sigurvegara í slag Jón Ásgeirs Þorkelssonar og Grétars Ólafs Hjartarsonar í tippleik Víkurfrétta, sá síðarnefndi var með sigurinn. Hins vegar voru úrslitin í einum leik vafaatriði því leikur Bournemouth og Luton var flautaður af á 58. mínútu því fyrirliði Luton, Tom Lockyer, fékk hjartastopp. Tom er á batavegi en það breytir því ekki að skv. reglum íslenskra getrauna, þarf að kasta upp á úrslit leiksins og varð niðurstaðan 1 eða heimasigur. 

Jón Ásgeir fékk því þennan leik réttan því hann hafði fest heimasigur Bournemouth og fór því upp í átta leiki rétta, Grétar var með 1X og var því áfram með sína átta leiki rétta. Því þurfti að flétta upp í lögum um tippleik Víkurfrétta en þar segir þetta:

Ef tipparar verða jafnir ræður eftirfarandi úrslitum:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
  • Hvað eru margir réttir leikir með einu merki
  • Hvað eru margar tvítryggingar réttar
  • Hver er með flesta rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins
  • Hver er með flesta rétta á fyrstu þremur leikjum seðilsins
  • Ef ekki er ennþá búið að finna sigurvegara, verður dregið úr spilastokki þar sem hjarta ásinn er hæsta spilið. Tipparar þurfa að koma á skrifstofu Víkurfrétta til að draga.

Jón Ásgeir og Grétar voru báðir með fjóra rétta á leikjum með einu merki.

Þeir voru báðir með tvo leiki rétta með leikjum með tvö merki.

Þeir voru báðir með fimm rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins.

Þeir voru báðir með fyrstu þrjá leikina á seðlinum rétta.

Þeir hafa báðir boðað komu sína á skrifstofu Víkurfrétta á morgun kl. 16:30, til að draga úr spilastokki og til að taka af allan vafa, Hjarta-ásinn er hæsta spilið.

Sem betur fer var Grétar ekki búinn að opna kampavínsflöskuna og tók afsökunarbeiðni blaðamanns yfir þessum leiðu mistökum.

Frétt um spilaúrdráttinn fer í loftið um leið og búið er að draga!