Íþróttir

Njarðvík býður Grindvíkingum á völlinn
Stuðningsmenn Grindavíkur á Rafholtsvellinum síðasta sumar. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 09:50

Njarðvík býður Grindvíkingum á völlinn

Knattspyrnudeild Njarðvíkur, Grjótgarðar og Íslenska gámafélagið hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða Grindvíkingum sem eru búsettir í Reykjanesbæ á heimaleiki félagsins í sumar.

Það eina sem Grindvíkingar þurfa að gera til að fá frítt árskort er að hafa samband við deildina á netfangið [email protected] og fá þá sent kort á appið STUBBUR. Einnig er hægt að mæta í vallarhúsið og fá kort þar. Frítt er fyrir börn á alla leiki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024