Íþróttir

Agnes María inn í landsliðshópinn á síðustu stundu
Agnes María Svansdóttir tekur þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 09:11

Agnes María inn í landsliðshópinn á síðustu stundu

Vegna meiðsla hefur Agnes María Svansdóttir úr Keflavík verið kölluð inn í leikmannahóp A-landsliðs kvenna í körfuknattleik. Agnes María er nýliði og þetta því hennar fyrsta A-landsliðsverkefni.

Liðið er á ferðalagi í dag til Ungverjalands þar sem dvalið verður fram að fyrsta leik við æfingar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. 
Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.

Sara Rún, Anna Ingunn og Ísabella Ósk eru einnig í hópnum.
Íslenska liðið er því þannig skipað í leikjunum tveimur framundan:

Nafn · Lið (Landsleikir)
Agnes María Svansdóttir · Keflavík (nýliði)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14)
Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10)
Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27)

Þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni, Hallveig Jónsdóttir, Val, Hildur Björg Kjartansdóttir, Val og Helena Sverrisdóttir, Haukum.
Þær sem gáfu ekki kost á sér voru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík, og Bríet Sif Hinriksdóttir, Njarðvík.