Íþróttir

Adam Árni tryggði Keflavík sigur í Ólafsvík
Adam Árni fyrir miðri mynd skoraði sigurmark Keflvíkinga. Brynjar (t.v.) og félagar hans í Njarðvík eru í 4. neðsta sæti og leika í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar um næstu helgi gegn toppliði KR. VF-mynd/PállOrri.
Þriðjudagur 18. júní 2019 kl. 11:31

Adam Árni tryggði Keflavík sigur í Ólafsvík

Keflvíkingar tylltu sér í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu þegar þeir sóttu 3 stig í Ólafsvík á þjóðhátíðardaginn. Adam Árni Róbertsson skoraði fallegt mark í síðari hálfleik með skoti utan teigs.

Keflvíkingar þóttu leika ágætan fótbolta og sköpuðu sér nokkur færi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Þór, Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig en Keflavík, Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 13 stig og bítlabæjarliðið er með bestu markatöluna af þeim þremur.