Fréttir

„Teikn“ í Listasafni Reykjanesbæjar ein af sýningum ársins 2019
Laugardagur 11. janúar 2020 kl. 12:54

„Teikn“ í Listasafni Reykjanesbæjar ein af sýningum ársins 2019

Sýning Guðjóns Ketilssonar, Teikn, var valin ein af sýningum ársins 2019 af myndlistarrýni Morgunblaðsins, Aldísi Arnardóttur, og Einari Fal Ingólfssyni, umsjónarmanni menningarefnis í blaðinu. Teikn var sett upp í Listasafni Reykjanesbæjar á nýliðnu ári.

Um sýninguna segja þau:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Sýningin var sett saman út átta verkum sem fjölluðu með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“, í víðum skilningi, í þrívíðum verkum sem teikningum. „Guðjón er einstaklega hagur listamaður en beitir handverkinu ætíð á hugvitsamlegan hátt til að þjóna útfærslu hverrar hugmyndar. Á sýningunni má til að mynda sjá teiknaðar og afar persónulegar útgáfur Passíusálmanna, „ljóð“ mótuð úr trjágreinum, skúlptúra úr húsgögnum og bókum, og mikla veggteikningu; og saman mynda verkin heildstæðan og hrífandi táknrænan heim.“

Í spilaranum er viðtal Víkurfrétta við Guðjón Ketilsson þegar hann opnaði sýninguna á síðasta ári.