Fréttir

Vogamenn synda og safna stigum í Heilsueflandi samfélagi
Föstudagur 24. janúar 2020 kl. 10:11

Vogamenn synda og safna stigum í Heilsueflandi samfélagi

Sveitarfélagið Vogar og Embætti Landlæknis undirrituðu á síðasta ári samstarfssamning um Heilsueflandi samfélag. Nú hefur Frístunda- og menningarnefnd samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins um dagskrá ársins, sem samanstendur af mánaðarlegum viðburðum ýmiss konar og tengjast verkefninu.

Fyrsti viðburðurinn er á morgun, laugardaginn 25. janúar, en þá er skorað á alla íbúa að mæta í sund. Sundlaugin er opin kl. 10 – 16. Íbúar sveitarfélagsins greiða ekki aðgangseyri í sundlaugina.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Allir sem mæta geta skilað inn þátttökutilkynningu og með því móti safnað stigum. Vegleg verðlaun verða veitt í árslok til þeirra sem flestum stigum hafa safnað.

Með þessu verkefni vonumst við til að virkja íbúa sveitarfélagsins til að stunda heilsusamlegt líferni og setja sér markmið fyrir árið. Viðburðirnir verða fjölbreyttir og þannig settir upp að hver sem er getur tekið þátt, óháð aldri, líkamsburðum eða atgervi.