Fréttir

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar hjá United Airlines
Laugardagur 13. júlí 2019 kl. 10:17

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar hjá United Airlines

Verulegur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar tilkynning barst um að flapsar eða vængbörð væru biluð í Boeing 757-221 flugvél United Airlines. Hún var að koma frá Newark flugvelli í New York.

Neyðarstig var virkjað vegna bil­un­ar­inn­ar og björg­un­ar­sveit­ir, slökkvilið og lög­regla á öllu Suðvest­ur­horni lands­ins sett í viðbragðsstöðu. Vélin hringsólaði í um 20 mínútur yfir Faxaflóa en lentu svo heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024