Blik- mannstu eftir Eydísi
Blik- mannstu eftir Eydísi

Fréttir

Versace segir Diamond Suites vera draum
Þau Enrica Baricch og Alessandro Leoni hönnuður hjá flísaframleiðanda Versage ásamt Steinþóri Jónssyni hótelstjóra í Diamond Suites.
Miðvikudagur 19. desember 2018 kl. 06:00

Versace segir Diamond Suites vera draum

Flísaframleiðandinn kemur að nýrri hönnun á gestamóttöku Hótel Keflavík

Fulltrúar frá Versace, heimsfræga flísaframleiðandanum, heimsóttu Diamond Suites á Hótel Keflavík á dögunum til að taka út hönnun hótelsins þar sem unnið er með flísar frá Versace.

Flísaframleiðandinn heitir Gardenia Orchidea, hóf flísaframleiðslu fyrir næstum 60 árum og hefur getið sér gott orð fyrir sinn ítalska stíl og gæði. Fyrirtækið hefur svo starfað með tískuhúsi Versace frá 1997 og framleitt flísar sem eru sagðar öðruvísi en allar aðrar og einstakar. Þá eru gæðastaðlar þar öðruvísi en þekkist í annarri flísaframleiðslu.

Versace-flísarnar eru áberandi í hönnun Diamond Suites. Þau Enrica Baricch og Alessandro Leoni, hönnuður hjá flísaframleiðandanum, áttu vart orð þegar þau komu á Diamond Suites á dögunum. Þau sögðu Diamond Suites í raun vera ótrúlegt verkefni og hönnunina á hótelinu vera fullkomna þar sem blandað sé saman Versace-flísum og smekklegum húsgögnum. Herbergin á hótelinu hafi öll sinn stíl en áhrifa Versace gæti um allt, m.a. á stigagöngum og veitingastað.

Þegar þau eru spurð hvers vegna þau hafi ákveðið að heimsækja Diamond Suites þá segja þau viðskiptavini Versage skipta miklu og vera lykilinn af velgengni. Þau vilji sjá hvernig unnið sé með vöruna þeirra og hrósuðu Steinþóri Jónssyni hótelstjóra fyrir þá vinnu sem hann hefur unnið.
„Steinþór Jónsson skildi kjarnann í Versage stílnum og hefur sameinað Versace flísar með fullkomnum hönnunarhlutum sem láta persónulegan smekk smitast í hönnunina. Í öllum rýmum hótelsins finnur þú lúxus í öllum smáatriðum.“

Hvernig finnst ykkur Diamond Suites?
„Diamond Suites er einfaldlega draumur. Þetta er sannkallaður lúxus í Keflavík þar sem þú getur gleymt öllu og slakað á líkama og sál. Þá er starfsfólkið gott, kurteist og tilbúið að uppfylla allar beiðnir okkar þegar við gistum á hótelinu.“
Fulltrúar Versace ætla að koma frekari hönnun á Hótel Keflavík á næstu mánuðum. Þannig ætlar Versace að leggja til nýja hönnun á inngangi og móttöku Hótels Keflavík og búa til alveg nýja upplifun fyrir gesti hótelsins. Útlitið verður alveg nýtt og nútímalegt en í samræmi við annan Versage-stíl á hótelinu.
Það er ekki bara að Versace haldi vart vatni yfir Diamond Suites því TripAdvisor hefur sent hótelinu staðfestingu á því að Diamond Suites hafi fullt hús stiga hjá gestum fimm stjarna hótelsins í Keflavík.Versace í hólf og gólf á Diamond Suites í Keflavík.

 

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs