Fréttir

Vara við hellaskoðun við Eldvörp - Lífshættuleg gildi lofttegunda
Föstudagur 21. febrúar 2020 kl. 12:10

Vara við hellaskoðun við Eldvörp - Lífshættuleg gildi lofttegunda

Veðurstofan varar við hellaskoðun við Eldvörpin á Reykjanesskaganum. Gasmælingar í gær sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra birti eftirfarandi:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í gær voru gerðar gasmælingar við Eldvörpin á Reykjanesskaga. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega sem hluti af viðbragði vegna landriss við Þorbjörn. Breytinga hefur orðið vart og vill Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. Margir hellar eru á svæðinu, en hellirinn sem um ræðir er við bílstæði þar sem vinsælt er að leggja upp í skoðun á Eldvörpunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur verið gert viðvart.

(Fréttin hefur verið uppfærð.)