Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja
Stilling Bílaþjónusta Suðurnesja

Fréttir

Undirgöngin 18,6 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 4. júlí 2019 kl. 09:34

Undirgöngin 18,6 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun

Vegagerðin hefur opnað tilboð í gerð undirganga undir Grindavíkurveg við Suðurhóp í Grindavík. Aðeins barst eitt tilboð í verkið. Ellert Skúlason ehf. í Reykjanesbæ bauð rétt tæpar 79 milljónir króna í verkið.

Áætlaður verktakakostnaður var 60,4 milljónir króna og því var tilboðið í verkið tæpum 18,6 milljónum króna yfir áætlun. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2019.

Bæjarráð Grindavíkur samþykkti tilboðið á síðasta fundi sínum en það felur í sér að hluti bæjarins í framkvæmdinni verður allt að 20 milljónum króna.

Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna
Ljósmyndastofa Oddgeirs - Barna