Fréttir

Tvær hæðir ofan á SOHO og tvær hæðir við Básveg?
Hér getur orðið talsverð breyting á húsakosti verði að hugmyndum um tvær hæðir ofan á Hrannargötu 6 og nýtt tveggja hæða hús við Básveg 10. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 13:08

Tvær hæðir ofan á SOHO og tvær hæðir við Básveg?

Tvær fyrirspurnir liggja nú fyrir hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjanesbæ vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vatnsnesi í Keflavík.

Kiwi veitingar ehf. erumeð fyrirspurn um stækkun á húsinu að Hrannargötu 6 þar sem veitingahús SOHO er staðsett. Tveimur hæðum verður bætt ofan á einnar hæðar byggingu sem fyrir er. Samkvæmt fyrirspurninni verður eldhús á fyrstu hæð en veitingasalir á hinum tveimur samkvæmt uppdráttum AOK arkitekta.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að breytingin sé umfangsmikil og vegna staðsetningar nokkuð áberandi í bæjarmyndinni, auk þess sem starfsemi eykst umtalsvert með tilheyrandi umferð, en aðkoma er þröng.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið en vinna þarf deiliskipulag. Undirbúa þarf erindið nánar og afgreiðslu þess frestað.

Urta Islandica ehf. hefur lagt inn fyrirspurn um viðbyggingu við Básveg 10. Um er að ræða tveggja hæða byggingu norðan við núverandi húsnæði fyrirtækisins að Básvegi 10. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Hér má sjá tillögur arkitekts að fyrirhuguðu útliti nýrra bygginga, verði af þeim.