Nettó
Nettó

Fréttir

Túnfiskveiðar frá Grindavík ólíklegar
VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 24. september 2018 kl. 12:00

Túnfiskveiðar frá Grindavík ólíklegar

Ólík­legt er að Vís­ir hf. í Grinda­vík geri út á tún­fisk­veiðar í haust, en skip fyrirtækisins fékk leyfi til veiðanna frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu í sum­ar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
 
Að sögn Pét­urs H. Páls­son­ar fram­kvæmda­stjóra Vísis hf. hef­ur gögn­um verið safnað um göng­ur tún­fisks á norðlæg­ar slóðir og að hans sögn gefa þau ekki ástæðu til að fara til tún­fisk­veiða.
 
Þá hef­ur ekk­ert verið skráð um að tún­fisk­ur hafi feng­ist sem meðafli á mak­ríl­veiðum ís­lenskra skipa í sum­ar, eins og gerst hef­ur und­an­far­in ár.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs