Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Tugir íbúða erlendra WOW flugmanna á leigumarkað
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 17:00

Tugir íbúða erlendra WOW flugmanna á leigumarkað

Tugir íbúða og stúdíóherbergja á Ásbrú eru á leiðinni á leigumarkað eftir fall WOW air. Íbúðirnar eru í tveggja hæða fjölbýlishúsi við Lindarbraut 635 og stúdíóherbergin eru að Keilisbraut 747. Um er að ræða húsnæði sem var fyrir erlenda flugmenn hjá WOW air. Richard H. Eckard, framkvæmdastjóri hjá Base Hotel, staðfestir þetta í samtali við Víkurfréttir og segir að íbúðirmnar séu til leigu nú þegar. Stúdíóherbergin verði síðan sett á leigu í haust.

Í fjölbýlishúsinu við Lindarbraut 635 eru 27 nýuppgerðar ca. 58 m2 íbúðir, ásamt geymslu. Húsið stendur í næsta nágrenni við Háaleitisskóla. Í húsinu eru einnig tvö sameiginleg þvottahús, hjólageymsla og sameiginlegur sólskáli. Richerd segir að íbúðirnar geta verið afhentar með húsgögnum og eldhústækjum. „Þessari blokk viljum við koma í leigu sem fyrst og eru þær tilbúnar til leigu til fyrirtækja eða einstaklinga“. Aðspurður um leiguverð sagði Richard það vera 150.000 krónur á mánuði.

Stúdíóherbergin eru blokk á þremur hæðum við Keilisbraut 747 en þau verða leigð út frá og með næsta hausti. Þar eru 67 algjörlega endurnýjuð stúdíóherbergi frá 17,3 m2 og upp í 37 m2. Sameiginleg eldhús eru á hverri hæð, sameiginlegt þvottahús, sameiginlegar geymslur ofl. Leiguverð er frá 80 til 110 þúsund krónum á mánuði.

Sjá má auglýsingu um húsnæðið til leigu í nýjasta tölublaði Víkurfrétta.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs