Optical Studio
Optical Studio

Fréttir

Til fundar við ráðuneyti og Jöfnunarsjóð vegna framlaga til Suðurnesjabæjar
Frá Garðskaga í Suðurnesjabæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 29. mars 2019 kl. 09:45

Til fundar við ráðuneyti og Jöfnunarsjóð vegna framlaga til Suðurnesjabæjar

Bæjarráð Suðurnesjabæjar gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð sem ríkið viðhefur í máli Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og allt of oft gagnvart sveitarfélögum varðandi fjárhagsleg samskipti þessara tveggja stórnsýslustiga. 
 
Bæjarráð hvetur jafnframt til eðlilegs samráðs og viðræðna ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta mál sem og öll önnur sem varða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 
 
Samþykkt var að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við ráðuneyti og Jöfnunarsjóð varðandi framlög til Suðurnesjabæjar vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs