Fréttir

Suðurnesjamönnum fjölgað um 500 frá áramótum
Frá Ljósanótt í Reykjanesbæ í fyrra.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 2. júlí 2019 kl. 08:00

Suðurnesjamönnum fjölgað um 500 frá áramótum

Íbúar Suðurnesja eru 27.557 talsins núna 1. júlí. Þeim hefur fjölgað um 508 talsins frá 1. desember 2018.

Flestir eru íbúar Reykjanesbæjar eða 19.253 talsins. Þeim hefur fölgað um 371 eða 2,0 % frá 1. desember í fyrra. Íbúar Suðurnesjabæjar eru næstfjölmennastir á Suðurnesjum. Þeir eru 3.531 talsins og hefur fjölgað um 49 frá 1. desember sl. eða 1,4%.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindvíkingar eru 3.492 samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Suðurnesjum frá því í desember eða um 95 einstaklinga. Það gerir fjölgun upp á 2,8% á tímabilinu.

Íbúum Sveitarfélagsins Voga fækkar hins vegar um sjö einstaklinga frá því 1. desember 2018. Núna, þann 1. júlí, eru íbúar í Vogum 1.281 talsins.

Reykjanesbær er ennþá fjórða stærsta sveitarfélag landsins en Akureyri er í fimmta sæti með 18.957 íbúa þann 1. júlí. Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður eru einu sveitarfélögin sem eru stærri en Reykjanesbær.