Fréttir

Stöðvaðir við umfagnsmikla kannabisræktun
Laugardagur 1. júní 2019 kl. 10:06

Stöðvaðir við umfagnsmikla kannabisræktun

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn í vikunni eftir að hafa fundið umfangsmikla kannabisræktun í húsnæði í umdæminu. Um var að ræða 1.155 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar og rúmlega 6 kíló af kannabisefnum.

Annar mannanna, húsráðandi, viðurkenndi að standa að ræktuninni svo og eign sína á efnunum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Lögregla fór í tengslum við rannsókn málsins í húsleit á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mennirnir eru búsettir. Í íbúð þess sem ekki átti ræktunina fundust ætluð fíkniefni á nokkrum stöðum. Um var að ræða hvítt efni, kannabis svo og stera. Þá voru mennirnir með samtals hundruð þúsunda í vörslum sínum og voru þeir fjármunir haldlagðir.